Flugskeytapallur N-Kóreu vekur ugg

Norður Kórea
Norður Kórea Reuters

Bandaríkin og Suður-Kórea hafa í sameiningu kallað eftir því að Sameinuðu Þjóðirnar bregðist við nýjum flugskeytapalli sem Norður-Kórea hefur komið upp. Uppsetning skotpallsins er talin ögrandi en yfirvöld í N-Kóreu segjast aðeins ætla að skjóta upp friðsamlegum gervihnetti.

Bandaríkin, S-Kórea og Japan halda því hinsvegar fram að N-Kórea vilji gera tilraunir á langdrægasta flugskeyti sínu, Taepdong-2, sem gæti náð alla leið til Alaska ef á reyndi. Yfirvöld í N-Kóreu neita halda sig við fyrirætlanir sínar um að skotið verði af pallinum á milli 4. - 8. apríl.

Hillary Clinton lýsti því yfir í gær að Öryggisráð SÞ yrði að bregðast við ef áfram héldi sem horfir. „Þessi ögrandi ákvörðun er brot á samkomulagi Sameinuðu þjóðanna og við munum ekki láta þetta kyrrt liggja, það verða afleiðingar,“ sagði Clinton í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka