Frakkar banna bónusa í bönkunum

Sarkozy bregst við reiði almennings vegna bónusgreiðslna til bankastjórnenda
Sarkozy bregst við reiði almennings vegna bónusgreiðslna til bankastjórnenda Philippe Wojazer

Ríkisstjórn Frakklands ætlar að gefa út tilskipun um að bannað sé að greiða kaupauka til stjórnenda þeirra banka sem fengið hafa aðstoð frá ríkinu. Samkvæmt AFP fréttaveitunni tekur tilskipunin gildi í næstu viku.

Kaupaukar til stjórnenda banka sem riða á barmi gjaldþrots hafa vakið mikla reiði um allan heim. Í Bandaríkjunum stendur til að leggja 90% skatt á háa bónusa til bankastarfsmanna þeirra banka sem þegið hafa fjármagnsaðstoð frá ríkisstjórnum, og þar með úr vösum skattgreiðenda.  Margir þessara bónusa eru greiddir út þrátt fyrir ástand bankanna með þeim rökum að ekki sé hægt að svíkjast undan lagalega bindandi samningum við stjórnendur þeirra.

Engin ríkisstjórn hefur þó fram að þessu beinlínis bannað bónusgreiðslurnar og ganga Frakkar því lengst í þessum efnum taki tilskipunin gildi eins og til stendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert