Kínverjar bálreiðir Bandaríkjamönnum

Skýrsla Pentagon, varnarmálaráðuneytis BNA, vekur reiði Kínverja
Skýrsla Pentagon, varnarmálaráðuneytis BNA, vekur reiði Kínverja JASON REED

Yfirvöld í Kína hafa brugðist af mikilli reiði við skýrslu frá Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, um hernaðarvald Kína sem sagt er að skekki hernaðarlegt valdajafnvægi Asíu.

Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, Qin Gang, segir að skýrslan sé „gróf skrumskæling á staðreyndum“ samkvæmt AFP.  Í árlegri skýrslu sinni til Bandaríkjaþings sagði Pentagon að sú tækni sem Kínverjar væru að þróa til notkunar í kjarnorku, geim- og tölvustýrðum hernaði væri áhyggjuefni. Þessa tækni gætu Kínverjar meðal annars notað til að beita auknu afli í kröfum um yfirráð yfir umdeildum landssvæðum, segir í skýrslunni. Þá snerti þróun langdrægra, fjarstýrðra vopna einnig hagsmuni þjóða utan Asíu.

„Me þessari skýrslu sem þeir senda frá sér halda Bandaríkjamenn áfram að draga upp ýktar ranghugmyndir um þá hernaðarógn sem stafi frá Kína,“ lýsti Qin Gang yfir við fjölmiðla í dag. Hann sagði að kínversk yfirvöld væru algjörlega andsnúinn þessari skýrslu og hvatti Bandaríkin til að hætta við útgáfu hennar til að „forðast frekari skaða á hernaðarsambandi beggja aðila.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert