Ljósin slökkt um allan heim

Empire State byggingin í New York er á meðal frægra …
Empire State byggingin í New York er á meðal frægra kennileita í heiminum sem verða myrkvuð nk. laugardag. Reuters

Um millj­arður jarðarbúa, sem búa í stærstu borg­um heims, eru hvatt­ir til að slökkva ljós­in heima hjá sér í klukku­stund nk. laug­ar­dag, eða kl. 20:30 að staðar­tíma. Þetta teng­ist „Earth Hour“, eða Jarðar­tím­an­um, þar sem íbú­ar heims eru hvatt­ir til aðgerða gegn loft­lags­breyt­ing­um. 

Ljós­in verða m.a. slökkt í Empire State bygg­ing­unni í New York, við egypsku pýra­míd­ana í Giza, Petronas turn­ana í Kuala Lump­ur, Akrópól­is í Aþenu og Tapei 101 bygg­ing­unni í Taív­an. Þetta kem­ur fram á vef skipu­leggj­endanna.  

Þá verða ljós­in slökkt í rúm­lega 200 bygg­ing­um í Par­ís í klukku­tíma, t.d. í Louvre lista­safn­inu, Notre-Dame kirkj­unni og Óperu­hús­inu í Par­ís.

Auk þess um Eif­fel-turn­inn verða myrkvaður í fimm mín­út­ur og hætt verður við ljósa­sýn­ingu, sem á að hefjast kl. 21 að staðar­tíma.

Það eru nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in World Wild­li­fe Fund sem skipu­lögðu Jarðar­tím­ann í fyrsta sinn árið 2007.

Alls tóku 370 borg­ir í 35 lönd­um þátt í átak­inu í fyrra. Að sögn WWF munu 1.189 borg­ir taka þátt í ár.

Fólki gefst kost­ur á að blogga eða búa til mynd­skeið um það hvernig það er að vera í myrkri í klukku­stund. Nán­ar um það hér.  

Sam­einuðu þjóðirn­ar styðja átakið og hef­ur Ban Ki-moon, fram­kvæmda­stjóri SÞ, sagt að þetta séu skýr skila­boð um að fólk grípi til aðgerða til að sporna við áhrif­um loft­lags­breyt­inga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert