Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur tekið fyrstu skóflustunguna að nýjum matjurtagarði við Hvíta húsið í Washington. Uppskeran verður á borðum fyrir forsetafjölskylduna og einnig í opinberum veislum.
Forsetafrúin setti niður fræ í matjurtagarðinn ásamt grunnskólabörnum. Garðurinn, sem er rúmlega 100 fm, á að vera umhverfisvænn og í honum eiga að vera nokkrir tugir grænmetistegunda auk berjategunda. Kokkar munu svo matreiða matjurtirnar.
Hugmyndin að matjurtagarði við Hvíta húsið er ekki ný. Frá því í stjórnartíð Bills Clintons hafa umhverfissinnar barist fyrir matjurtagarði við forsetabústaðinn. Nú vonast þeir til þess að fleir fari að dæmi forsetafrúarinnar.