Obama fundar á netinu

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hélt í dag í fyrsta sinn veffund í Hvíta húsinu þar sem hann svaraði spurningum sem höfðu verið sendar með tölvupósti, á YouTube eða settar fram af gestinum á fundinum sjálfum. 

Obama svaraði meðal annars vinsælli spurningu um hvort lögleiðing maríjúana myndi hjálpa til við að rétta við efnahag landsins. „Ég held ekki að það væri góð hugmynd,“ sagði Obama um það málefni.

Fundurinn er einn í röð funda sem eru ætlaðir til að efla stuðning almennings við efnahagsaðgerðir forsetans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka