Eitt virtasta læknarit heims, The Lancet, sakar í nýjasta tölublaði sínu ásakanir á Benedikt XVI páfa um að afbaka vísindi í ummælum sínum um smokkanotkun.
Þar segir að nýleg ummæli páfa um að smokkar geti aukið á alnæmisvandann séu algjörlega röng og geti haft hræðilegar afleiðingar í för með sér. Páfinn sagði í heimsókn sinni til Afríku fyrr í mánuðinum að hinum „grimmilega faraldri“ ætti að halda í skefjum með skírlífi og einkvæni fremur en með smokkanotkun. Hann sagði að „hin hefðbundnu gildi kirkjunnar hefðu sannað sig sem eina örugga leiðin til að koma í veg fyrir útbreiðslu HIV“.
Að sögn BBC er svargrein The Lancet óvenjuhvöss á hendur páfa. Þar segir m.a. hann hafi opinberlega snúið út úr vísindalegum sönnunum til að koma á framfæri Kaþólskum kreddum. „Hvort þessar rangfærslur páfans eru vegna hans eigin fáfræði eða gagnger tilraun til að misnota vísindin til stuðnings við kaþólska hugmyndafræði er óljóst,“ segir í blaðinu. Þar er Vatikanið jafnframt hvatt til þess að draga ummælin til baka, þar sem ummæli svo áhrifamikils manns geti haft skelfilegar afleiðingar á heilsufar milljóna manna.