Biden biður mótmælendur um tækifæri

Frá mótmælasamkomunni í London í dag.
Frá mótmælasamkomunni í London í dag. Reuters

Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, hvatti í dag mótmælendur sem mótmælt hafa fyrirhuguðum leiðtogafundi G20 ríkjanna, til að gefa yfrirvöldum tækifæri til að finna leiðir út úr efnahagsvandanum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Biden er nú á undirbúningsfundi Chilesegir að leiðtogarnir muni samþykja tillögur til lausnar á vandanum á leiðtogafundinum í London í næstu viku. Tugir þúsunda komu saman á mótmælafundum vegna fundarins í London og Þýskalandi í dag. 

„Ég vonast til þess að mótmælendur gefi okkur tækifæri, hlusti á það sem við höfum að segja og vonandi getum við þá gert þeim ljóst að við munum ganga frá þessum G20 fundi með raunverulegar tillögur,” sagði hann. 

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagðist í dag skilja mótmælendur og stefna að því að kynna tillögur á fundinum í næstu viku sem muni skapa störf, ýta undir viðskipti og koma hjólum efnahagslífsins í gang. 

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagi hins vegar í dag óraunhæft að halda að einn fundur muni nægja til að leysa efnahagsvanda heimsins og endurreisa fjármálakerfið. 

Fjöldi mótmælafunda hefur verið boðaður bæði í Bretlandi og Þýskalandi á miðvikudag og fimmtudag vegna leiðtogafundarins en Efnahagskreppan verður aðalumræðuefni hans.

Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert