Danir þreyttir á Tyrkjum

RecepTayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands.
RecepTayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands. Reuters

Ýmsir sam­herj­ar And­ers Fogh Rasmus­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, hafa í dag lýst yfir reiði sinni vegna mót­sagna­kenndra yf­ir­lýs­inga leiðtoga Tyrkja varðandi hugs­an­legra skip­un Fogh í embætti fram­kvæmda­stjóra Atlants­hafs­banda­lags­ins NATO. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

Abdullah Gül, for­seti Tyrk­lands, lýsti í gær hrifn­ingu sinni á Rasmus­sen en síðar sama dag greindi Recep Tayyip Er­dog­an, for­sæt­is­ráðherra Tyk­lands frá því að hann væri und­ir mikl­um þrýst­ingi frá mús­lím­um um að beita neit­un­ar­valdi gegn skip­an Fogh í embættið.

Frétta­skýrend­ur hafa bent á að hugs­an­lega megi rekja mót­sagna­kennd­ar yf­ir­lýs­ing­ar þeirra til þess að sveita­stjórn­ar­kosn­ing­ar fara fram í Tyrklandi á morg­un.

Jens Rohde, fram­bjóðandi Vens­re til Evr­ópuþings­ins, seg­ir yf­ir­lýs­ing­arn­ar þó geta reynst Fogh dýr­keypt­ar og að þær séu til marks um mun stærra vanda­mál í sam­skipt­um Tyrkja og annarra Evr­ópu­ríkja.

„Er­dog­an seg­ir að Fogh fari í taug­arn­ar á Tyrkj­um og mús­lík­um vegna teikn­inga­máls­ins. Er­dog­an og þeir sem eru hon­um sam­mála fara í taug­arn­ar á mér á ná­kvæm­lega sama hátt af sömu ástæðu,” seg­ir Jens Rohde. Þá seg­ir hann fram­komu tyrk­neskra ráðamanna í mál­inu sýna glöggt hvers vegna Tyrk­ir geti ekki átt jafn greiðan aðgang að Evr­ópu­sam­band­inu og ýms­ar aðrar þjóðir.

„Er­dog­an nýt­ur þess að segja frá því hversu marg­ir hafa hringt í  hann og kvartað und­an Fogh. Þá verður hann líka að sætta sig við það að við tjá­um okk­ur um hans mál,” seg­ir hann. „Það er mikið vanda­mál að ríki sem sæk­ist eft­ir aðild að Evr­ópu­sam­band­inu hafi eng­an skiln­ing á því hversu langt tján­ing­ar­frelsið nær. Það er satt að segja þreyt­andi að hlusta á þetta.”   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert