Fritzl þráir skilning Elisabeth

Josef Fritzl
Josef Fritzl Reuters

Aust­ur­rík­is­maður­inn Jos­ef Fritzl grein­ir frá því í blaðaviðtali sem birt er í dag að hann hafi lagt sig fram um að gera vist­ar­ver­ur dótt­ur sinn­ar Elisa­beth eins þægi­leg­ar og kost­ur hafi verið. Hann seg­ist þó skammist sín mjög fyr­ir gerðir sín­ar. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Berl­ingske Tidende.

„Þegar ég skynjaði að dótt­ir mín var í rétt­ar­saln­um og leit loks út í sal­inn og á hana, fann ég skyndi­lega til mjög mik­ill­ar skamm­ar,” seg­ir hann í viðtal­inu sem birt er í blaðinu News en lög­fræðing­ur Fritzl var viðstadd­ur er viðtalið var tekið.Fritzl var í síðustu viku dæmd­ur í lífstíðarfang­elsi fyr­ir að halda dótt­ur sinni og þrem­ur af sjö börn­um, sem hann gat henni, föngn­um í kjall­ara und­ir heim­ili sínu og fyr­ir að nauðga henni a.m.k. 3.000 sinn­um.

Hann dvel­ur nú á geðsjúkra­húsi þar sem meta á geðrænt árstand hans og hann er und­ir stöðugu sjálfs­vígs­eft­ir­liti. Hann seg­ist þó ekki vilja fremja sjálfs­víg held­ur ætli hann að skrifa bók um málið og reyna þannig að út­skýra sína hlið þesss fyr­ir dótt­ur sinni.

„Ég vil reyna að út­skýra fyr­ir henni hvers vegna ég kom svona hræðilega fram,” seg­ir hann. Þá seg­ist hann eiga þá ósk heit­asta að fórn­ar­lömb sín geti gleymt sér.Sér­fræðing­ar segja Fritzl al­var­lega til­finn­inga­skert­an og að mjög ólík­legt sé að maður með slíka skerðingu til­finn­inga­lífs­ins geti fundið til raun­veru­legr­ar iðrun­ar. Mun lík­legra sé að þeir geri sér hana upp með það fyr­ir aug­un að afla sér samúðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert