Fritzl þráir skilning Elisabeth

Josef Fritzl
Josef Fritzl Reuters

Austurríkismaðurinn Josef Fritzl greinir frá því í blaðaviðtali sem birt er í dag að hann hafi lagt sig fram um að gera vistarverur dóttur sinnar Elisabeth eins þægilegar og kostur hafi verið. Hann segist þó skammist sín mjög fyrir gerðir sínar. Þetta kemur fram á fréttavef Berlingske Tidende.

„Þegar ég skynjaði að dóttir mín var í réttarsalnum og leit loks út í salinn og á hana, fann ég skyndilega til mjög mikillar skammar,” segir hann í viðtalinu sem birt er í blaðinu News en lögfræðingur Fritzl var viðstaddur er viðtalið var tekið.Fritzl var í síðustu viku dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að halda dóttur sinni og þremur af sjö börnum, sem hann gat henni, föngnum í kjallara undir heimili sínu og fyrir að nauðga henni a.m.k. 3.000 sinnum.

Hann dvelur nú á geðsjúkrahúsi þar sem meta á geðrænt árstand hans og hann er undir stöðugu sjálfsvígseftirliti. Hann segist þó ekki vilja fremja sjálfsvíg heldur ætli hann að skrifa bók um málið og reyna þannig að útskýra sína hlið þesss fyrir dóttur sinni.

„Ég vil reyna að útskýra fyrir henni hvers vegna ég kom svona hræðilega fram,” segir hann. Þá segist hann eiga þá ósk heitasta að fórnarlömb sín geti gleymt sér.Sérfræðingar segja Fritzl alvarlega tilfinningaskertan og að mjög ólíklegt sé að maður með slíka skerðingu tilfinningalífsins geti fundið til raunverulegrar iðrunar. Mun líklegra sé að þeir geri sér hana upp með það fyrir augun að afla sér samúðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka