Írar þarfnast Evrópu

Josef Pröll, umhverfisráðherra Austurríkis, Jónína Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra, Dick Roche …
Josef Pröll, umhverfisráðherra Austurríkis, Jónína Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra, Dick Roche Helen Björnöy frá Noregi. Roche segir Íra hafa uppgvötað hversu mikið landið þarf á Evrópu að halda.

Ráðherra Evrópumála í Írlandi, Dick Roche, segist þess fullviss að Írar muni samþykkja hinn svokallaða Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins. „Já ég er það,“ sagði Roche aðspurður um hvort hann teldi Íra tilbúna til að samþykkja sáttmálann.

Írar höfnuðu sáttmálanum í fyrra en honum er ætlað að styrkja ákvörðunarferli innan sambandsins, og styrkja einnig Evrópuþingið. Það olli nokkru uppnámi meðal leiðtoga Evrópusambandsríkja í fyrra þegar Írar höfnuðu sáttmálanum.

Roche segir ástandið í heiminum nú hafa sannað fyrir Írum hversu nauðsynlegt það er fyrir landið að styrkja sambandið við Evrópu. „Heimurinn er að ganga í gegnum mikið breytingaskeið sem á eftir að hafa áhrif á alla Evrópu. Við vitum betur nú en áður að Írar þarfnast Evrópu,“ sagði Roche við AFP fréttastofuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert