Múslimum illa við Anders Fogh

Recep Tayyip Erdogan.
Recep Tayyip Erdogan. Reuters

Recep Tayyip Er­dog­an, for­sæt­is­ráðherra Tyrk­lands, hringdi í And­ers Fogh Rasmus­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, í gær og sagði hon­um umbúðalaust að tyrk­nesk stjórn­völd ættu erfitt með að sætta sig við að hann yrði fram­kvæmda­stjóri NATO. 

Að vísu eru boðin frá Tyrkj­um nokkuð mis­vís­andi því Abdullah Gül, for­seti lands­ins, sagði í Brus­sel í gær, að Tyrk­ir myndu ekki leggj­ast gegn nein­um hugs­an­leg­um kandí­dat í starfið, ekki held­ur danska for­sæt­is­ráðherr­an­um, sem væri afar þýðing­ar­mik­ill stjórn­mála­maður á evr­ópska sviðinu.

Er­dog­an sagði við tyrk­neska sjón­varpið í gær­kvöldi, að hann hefði hringt í Fogh Rasmus­sen og sagt að múslim­ar víða um heim væru hon­um reiðir vegna skop­mynda­máls­ins svo­nefnda, sem kom upp í Dan­mörku árið 2005. Þá birti blaðið Jyl­l­ands-Posten skop­mynd­ir af Múhameð spá­manni, sem fóru mjög fyr­ir brjóstið á músl­in­um.

Er­dog­an sagðist hafa átt langt sam­tal við danska for­sæt­is­ráðherr­ann, sem enn hef­ur ekki staðfest, að hann sæk­ist eft­ir embætt­inu hjá NATO þótt flest­ar stærstu þjóðir banda­lags­ins hafi þegar lýst yfir stuðningi við hann.  

„Flokk­ur­inn minn hef­ur grund­vall­ar­regl­ur og ég get ekki brotið gegn þeim," sagði Er­dog­an en AKP flokk­ur hans bygg­ir á kenn­ing­um múslima.

Er­dog­an sagðist hafa fengið sím­töl frá þjóðarleiðtog­um í múslimaríkj­um, sem hafi hvatt Tyrki, eina múslimaríkið í NATO, til að beita neit­un­ar­valdi gegn skip­un Foghs í embætti fram­kvæmda­stjóra.  

Þá gagn­rýndi Er­dog­an danska for­sæt­is­ráðherr­ann fyr­ir að hafa ekki látið loka sjón­varps­stöðinni Roj-tv, sem send­ir úr frá Dan­mörku. Tyrk­nesk stjórn­völd líta á stöðina sem mál­pípu Verka­manna­flokks Kúrda, PKK, sem víðast­hvar er skil­greind­ur sem hryðju­verka­sam­tök.

„Þetta hef­ur staðið yfir í 4 ár og mál­inu er ekki lokið. Við erum afar óánægð með það," sagði Er­dog­an. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert