Per Stig Moller á sjúkrahús

Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur.
Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur. Reuters

Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur, var fyrr í dag fluttur á sjúkrahús í Tékklandi þar sem hann situr fund utanríkisráðherra Evrópusambandsríkja. Møller fann fyrir ógleði og svima og var fluttur á sjúkrahús í skyndi. Eftir skoðun fékk hann að fara heim á hótel sitt.

Eftir að hann kom af sjúkrahúsi sagði hann heilsu sína góða, hann hefði aðeins fengið aðsvif, að því er AFP fréttastofan greinir frá. Hann er á batavegi en að læknisráði ætlar hann ekki að taka þátt í fundahöldum í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka