Vilja grænni stefnu

Evrópusambandið.
Evrópusambandið. AP

Flokkar sem berjast fyrir umhverfisvernd hafa krafist þess að umhverfisvæn heildarstefna Evrópusambandsins verði að veruleika. Hafa flokkarnir, í sameiginlegri yfirlýsingu, sagt að forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jose Manuel Barroso, verði að víkja.

Um 450 fulltrúar frá 27 ríkjum Evrópusambandsins, sem lagt hafa áherslu á umhverfismál, segja að það sé nauðsynlegt fyrir sambandið að gera „grænt samkomulag“ að mikilvægu kosningamáli 7. júní n.k. þegar kosið verður í forystu sambandsins.

Einkum og sér í lagi er vilji til þess að gripið verði til frekari aðgerða gegn skaðlegum áhrifum af hlýnun jarðar, að því AFP fréttastofan segir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka