Líf stjórnarinnar veltur á Fogh

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur
Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur Reuters

Útlit er fyrir að fylgið hrynji af danska stjórnarfloknum Venstre verði Anders Fogh Rasmussen, formaður hans og forsætisráðherra landsins, skipaður í embætti framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins NATO. Þetta kemur fram á fréttavef Berlingske Tidende.

Gert er ráð fyrir að Lars Løkke Rasmussen, taki þá við sem formaður flokksins og forsætisráðherra. Samkvæmt skoðanakönnun Gallupfengi danskra stjórnin meirihluta á þingi væri kosið nú og Fogh væri áfram leiðtogi flokksins og stjórnarsamstarfsins. Stjórnin fengi þá 88 þingmenn á móti 87 þingmönnum stjórnarandstöðunnar.

Væri Lars Løkke Rasmussen hins vegar leiðtogi stjórnarflokkanna fengi stjórnin einungis 80 þingmenn á móti 95 þingmönnum stjórnarandstöðunnar.

Hvað Venstre-flokkinn einan varðar er fylgi hans samkvæmt könnunni  annað hvort 24% eða 17% eftir því hver er formaður flokksins.

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.
Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert