Obama: Pakistan axli aukna ábyrgð

Barack Obama Bandaríkjaforseti
Barack Obama Bandaríkjaforseti Reuters

Barack Obama Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali í dag að Bandaríkin væru reiðubúin til árása á skotmörk innan landamæra Pakistans. Hann sagði bandaríkaherliðið í Afganistan þó ekki hafa leyfi til að fara yfir landamæri ríkjanna. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

„Ég hef ekki skipt um skoðun,” sagði Obama í þættinum "Face the Nation" á CBS sjónvarpsstöðinni. „Höfum við mikilvægt skotmark í sjónmáli þá ráðumst við á það eftir að hafa haft samráð við Pakistan."

Forsetinn sagði áherslu stórnar sinnar á baráttuna gegn al Qaeda þó ekki breyta því að Bandaríkjastjórn viðurkenni landfræðileg yfirráð Pakistans yfir landamærahéruðum sem liggja að Afganistan. „Við neyðumst til að vinna með þeim í baráttunni gegn al Qaeda," sagði hann. „Það er hins vegar tímabært að þeir axli mun meiri ábyrgð en þeir hafa gert hingað til.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka