Evrópulönd, önnur en Ísland, skiptu yfir á sumartíma á miðnætti og færðu klukkuna fram um einn klukkutíma. Það þýðir að nú er klukkutíma munur á Íslandi og Bretlandseyjum, tveggja tíma munur á Íslandi og Danmörku, Noregi og Svíþjóð og þriggja tíma munur á Íslandi og Finnlandi.
Tilangurinn með því að skipta í sumartíma er að nýta betur þann hluta sólarhringsins sem bjart er. Hugmyndin mun ættuð frá Benjamin Franklin undir lok átjándu aldar en var fyrst hrint í framkvæmd á tímum fyrri heimsstyrjaldar.