Bréfdúfur flugu með farsíma til fanga

mbl.is/Ómar

Fangaverðir í Brasilíu hafa náð tveimur bréfdúfum sem báru farsíma ætlaða föngum í fangelsi í Sorocaba. Hvor dúfa um sig bar lítinn poka á bakinu sem í var farsími.

Félagar í þekktum glæpasamtökum í Brasilíu beita ýmsum öðrum brögðum. Þeir eru með þéttriðið net aðstoðarmanna, allt frá lögmönnum til spilltra fangavarða, sem smygla  fíkniefnum, vopnum og farsímum til fanga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka