Dalaí Lama þakkar Indverjum hjálpina

Búddamunkar biðja fyrir Dalaí Lama í indversku hofi
Búddamunkar biðja fyrir Dalaí Lama í indversku hofi Fayaz Kabli

Dalaí Lama þakkaði í dag Ind­verj­um fyr­ir að veita hon­um og þúsund­um annarra Tíbeta hæli eft­ir að hafa neyðst til að flýja heima­land sitt síðan Kín­verj­ar tóku end­an­lega við stjórn­artaum­un fyr­ir 50 árum síðan.

Sam­fé­lag Tíbeta í út­legð hef­ur mynd­ast í fjalla­bæn­um Dharams­hala í norður Indlandi, síðan and­leg­ur leiðtogi Tíbeta kom þangað fyrst­ur eft­ir mis­heppnaða upp­reisn gegn Kín­verj­um árið 1959. 

„Við erum ákaf­lega þakk­lát þessu landi fyr­ir það sem ind­versk yf­ir­völd og ind­versk­ur al­menn­ing­ur hef­ur gert fyr­ir okk­ur síðustu 50 árin. Ind­verj­ar hafa gert allt sitt besta til aðstoðar tíbet­sku sam­fé­lagi,“  sagði hinn 73 ára gamli búdda­munk­ur við fjöl­miðla í Nýju Del­hi í dag þar sem ljós­mynda­sýn­ing var opnuð til að vekja at­hygli á 50 ára af­mæli upp­reisn­ar­inn­ar.

Dharams­hala er nú heima­bær Dalaí Lama en þar fund­ar einnig þing Tíbeta auk þess sem skrif­stof­ur rík­is­stjórn­ar­meðlima í út­legð eru þar, skól­ar og menn­ing­armiðstöðvar sem halda siðum og tungu Tíbet á lofti.

Kín­verj­ar sendu fyrst her­sveit­ir inn í Tíbet árið 1950 til að „frelsa“ þjóðina og hef­ur farið með stjórn þar síðan.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka