Dalaí Lama þakkaði í dag Indverjum fyrir að veita honum og þúsundum annarra Tíbeta hæli eftir að hafa neyðst til að flýja heimaland sitt síðan Kínverjar tóku endanlega við stjórnartaumun fyrir 50 árum síðan.
Samfélag Tíbeta í útlegð hefur myndast í fjallabænum Dharamshala í norður Indlandi, síðan andlegur leiðtogi Tíbeta kom þangað fyrstur eftir misheppnaða uppreisn gegn Kínverjum árið 1959.
„Við erum ákaflega þakklát þessu landi fyrir það sem indversk yfirvöld og indverskur almenningur hefur gert fyrir okkur síðustu 50 árin. Indverjar hafa gert allt sitt besta til aðstoðar tíbetsku samfélagi,“ sagði hinn 73 ára gamli búddamunkur við fjölmiðla í Nýju Delhi í dag þar sem ljósmyndasýning var opnuð til að vekja athygli á 50 ára afmæli uppreisnarinnar.
Dharamshala er nú heimabær Dalaí Lama en þar fundar einnig þing Tíbeta auk þess sem skrifstofur ríkisstjórnarmeðlima í útlegð eru þar, skólar og menningarmiðstöðvar sem halda siðum og tungu Tíbet á lofti.
Kínverjar sendu fyrst hersveitir inn í Tíbet árið 1950 til að „frelsa“ þjóðina og hefur farið með stjórn þar síðan.