Lagaprófessor óvinsælasti maður Ástralíu

Rétt skal vera rétt segir Ástralinn Bryan Pape
Rétt skal vera rétt segir Ástralinn Bryan Pape

Ástr­alsk­ur pró­fess­or hef­ur nú hætt á að sitja uppi með óvild millj­óna samlanda sinna í til­raun sinni til að stöðva rík­is­stjórn­ina frá því að gefa þeim hundruði doll­ara sem hvatn­ingu til að fara út og versla.

Versl­un­ar­styrk­ur­inn er hluti af aðgerðarpakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem hyggst alls verja 42 millj­örðum ástr­alskra doll­ara til að auka kaup­mátt þjóðar­inn­ar og koma efna­hagn­um af stað upp úr niður­sveifl­unni.

Yfir 7 millj­ón­ir skatt­greiðenda sem þénuðu minna en 100 þúsund doll­ara á síðasta ári eiga sam­kvæmt áætl­un­inni að fá allt að 900 doll­ara hver inn á banka­reikn­ing­ana sína í næstu viku. Kevin Rudd for­sæt­is­ráðherra Ástr­al­íu kall­ar greiðslurn­ar skatta­afslátt, en laga­pró­fess­or­inn Bry­an Pape hef­ur stefnt áætl­un­inni fyr­ir rétt og hélt því fram í dag að hún bryti í bága við stjórn­ar­skrá lands­ins.

„Bry­an Pape reyn­ir nú sitt allra best til að verða óvin­sæl­asti maður­inn í Ástr­al­íu,“  seg­ir dag­blaðið Sidney Morn­ing Her­ald í dag. Þar er sagt að millj­ón­ir Ástr­ala  séu him­in lif­andi yfir að vera sagt að það sé skylda þeirra gagn­vart föður­land­inu að kaupa sér eitt­hvað fal­legt fyr­ir 900 doll­ara frá rík­is­stjórn­inni.

Pape held­ur því hins­veg­ar fram að það sé rang­nefni að kalla greiðslurn­ar skatta­afslátt. „Þótt þú kall­ir þetta það, þá þýðir það ekki að þetta sé það og fyrsta spurn­ing­in er hvort þetta sé í sam­ræmi við skatta­lög,“ sagði Pape við fjöl­miðla í dag. „Ég held því fram að svo sé ekki, ég held því fram að þetta sé gjöf.“ Hann seg­ir að rík­is­stjórn­in sé með þess­ari aðgerð að mis­nota vald sitt en ljóst er að millj­ón­ir Ástr­ala eru hon­um ósam­mála og óska þess heit­ast að hann tapi mál­inu fyr­ir rétti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka