Noregur og Nepal hafa gert með sér samkomulag um að þróa í sameiningu nýtingu vatnsafls í Himalayafjöllum, þar sem Nepa býr yfir gríðarlegum en nánast algjörlega ónýttum auðlindum. Erik Solheim umhverfisráðherra Noregs og Pechandra forsætisráðherra Nepal skrifuðu undir samkomulagið í Osló í dag.
Solheim lagði áherslu á „gríðarleg tækifæri“ sem fælust í uppbyggingu vatnsaflsvirkjana í Nepal og sagði Norðmenn vera tilbúna að veita af þekkingu sinni og úr sjóðum til slíkra verkefna.
Norska fyrirtækið SN Power tekur nú þegar þátt í rekstri hinnar 60 MW Khimti stíflu austu af Kathmandu sem framleiðir um 10% af öllu rafmagni Nepals. Rafmagnsleysi er mjög algengt í landinu þar sem orkukröfur hafa margfaldast síðan áratugarlöngu borgarastríði lauk árið 2006.
Samvinnan mun „bæta hag Nepal áþreifanlega að því leiti að almenningur í Nepal mun fá aðgang að rafmagni og það getur líka verið leið fyrir Nepal til að efla erlendan gjaldeyrisforða með útflutningi á umhverfisvænni orku til Indlands,“ sagði Solheim við undirritunina í dag. Prachanda sagði við sama tækifæri að nepalska þjóðin væri spennt fyrir „læra og bæta úr samvinnu við vatnsaflsiðnaðinn í Noregi.“