Norskir fjalla um ræðu Davíðs

„Svein Harald Øygard er drullusokkur frá norska verkamannaflokknum,“ skrifar norski viðskiptavefurinn E24 og vitnar í umfjöllun RÚV um ræðu Davíðs Oddssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina.

Norskir fjölmiðlar fjalla í dag um ræðu Davíðs Oddsonar og ummælin um Øygard seðlabankastjóra.

Norski viðskiptavefurinn E24 skrifar um málið undir fyrirsögninni „Øygard er drullusokkur“. Þar er vitnað í ummæli Davíðs og sagt að Svein Harald Øygard sé svo lítt þekktur að jafnvel leitarvél Google finni hann ekki. E24 segir að fleiri en Øygard fái gusur frá fyrrverandi seðlabankastjóra. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sem komið hafi Davíð úr embætti, fái einnig sinn skerf. Davíð segi Jóhönnu líta út eins og álf út úr hól.

Þá segir í frétt E24 að Davíð Oddsson hafi vísað til krossfestingar Krists þegar Davíð fjallaði um brottrekstur sinn úr Seðlabankanum.

Frétt E24

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert