Þrátt fyrir að þúsundir Dana hafi þegar misst vinnuna á liðnum mánuðum segja sérfræðingar sem Berlingske Tidende ræddu við að fleiri fjöldauppsagna sé að vænta á næstunni. Búist er við að allt að 100.000 manns missi vinnuna á árinu og þá sérstaklega í byggingariðnaðinum og smásölugeiranum.
Þegar hafa rúmlega 13.000 manns misst vinnuna í uppsögnum stórra fyrirtækja á liðnum þremur mánuðum. „Við höfum séð fyrstu uppsagnabyljguna en það verður önnur ekki síður umfangsmikil í sumar. Mörg fyrirtæki munu sjá að fyrstu uppsagnirnar dugðu ekki til,“ segir einn sérfræðinganna.