Bandarísk yfirvöld hafa tilkynnt um að þau muni sækjast eftir sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í maí. Ríkisstjórn George W. Bush hafði verið andsnúin setu í ráðinu en núverandi utanríkisráðherra, Hillary Clinton, tilkynnti í dag að Bandaríkin viliji aðstoða við endurbætur.
Gagnrýnendur ráðsins og ríkisstjórn George W. Bush héldu því fram að ráðið hafi ítrekað veist að Ísrael á meðan það líti framhjá mannréttindabrotum annarsstaðar í heiminum.
Að sögn talsmanns yfirvalda var ákvörðunin um þátttöku tekin sem liður í átaki við að endurbæta samskipti við alþjóðasamfélagið. „Mannréttindi eru grundvallaratriði bandarískrar utanríkisstefnu,“ sagði Hillary Clinton.