Böðull játar sök

Kaing Guek Eav í réttarsalnum í gær.
Kaing Guek Eav í réttarsalnum í gær. Reuters

Einn af leiðtogum Rauðu kmeranna,  sem er sakaður um að hafa stjórnað pyntingum í illræmdu fangelsi í Phnom Penh og morðum á 15.000 föngum, hefur játað sök.

Við réttarhöld dómstóls, sem var stofnaður með stuðningi Sameinuðu þjóðanna til að sækja til saka fyrrverandi forystumenn Rauðu kmeranna, sagðist Kaing Guek Eav, sem er einnig þekktur undir nafninu Duch, iðrast gjörða sinna.

Duch er sakaður um pyntingar, glæpi gegn mannkyni og morð af yfirlögðu ráði.

Rauðu kmerarnir drápu um tvær milljónir manna á tæpum fjórum árum.

Hann bað fórnarlömbin, sem komust lífs af, afsökunar. Einnig vini og ættingja þeirra sem voru myrt á hrottalegan hátt í stjórnartíð Rauðu kmeranna.

„Ég er ekki að biðja ykkur um að fyrirgefa mér núna, en vonandi síðar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert