Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, er sökuð um gyðingahatur í ísraelska dagblaðinu Jerusalem Post. Á mánudagskvöld var grein þess efnis fjarlægð af vef blaðsins vegna mótmæla Norðmanna. Til stendur þó að birta greinina á ný.
Fréttastjóri blaðsins, David Brinn, sagði í morgun efni greinarinnar sannleikanum samkvæmt og um leið og haft hefði verið samband við norsk yfirvöld yrði hún birt á ný. Í greininni er því haldið fram að gyðingahatur gegnumsýri norskt samfélag.
Halvorsen tók þátt í friðargöngu þann 8. janúar síðastliðinn í tengslum við árásir ísraelska hersins á Palestínumenn á Gazasvæðinu.