Karlar slúðra meira en konur

Slúður eða krepputal?
Slúður eða krepputal? Reuter

Karlar verja að meðaltali 76 mínútum á dag í slúður en konur 52 mínútum. Þetta er niðurstöður könnunar á vegum fyrirtækisins OnePoll meðal 5.000 Breta.

Karlar segja gjarnan fylliríissögur, þeir ræða um fréttir, gamla skólafélaga og kvenkyns starfsmenn.

„Niðurstöðurnar sýna að karlar eru ekki jafnslæmir og konur. Þeir eru verri. Karlar elska svolítil hneykslismál og þeir gera hvað sem er til þess að vera miðpunkturinn á vinnustaðnum og meðal jafnaldra,“ segir talsmaður OnePoll í viðtali við Telegraph.

Konur slúðra helst um kynsystur sínar, kynlíf annars fólks eða um vini og kunningja sem hafa fitnað.

Sameiginlegt með slúðri beggja kynjanna er þörfin til þess að vera hluti af hópnum, að sögn talsmannsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert