Karlar slúðra meira en konur

Slúður eða krepputal?
Slúður eða krepputal? Reuter

Karl­ar verja að meðaltali 76 mín­út­um á dag í slúður en kon­ur 52 mín­út­um. Þetta er niður­stöður könn­un­ar á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins OnePoll meðal 5.000 Breta.

Karl­ar segja gjarn­an fylli­rí­is­sög­ur, þeir ræða um frétt­ir, gamla skóla­fé­laga og kven­kyns starfs­menn.

„Niður­stöðurn­ar sýna að karl­ar eru ekki jafnslæm­ir og kon­ur. Þeir eru verri. Karl­ar elska svo­lít­il hneykslis­mál og þeir gera hvað sem er til þess að vera miðpunkt­ur­inn á vinnustaðnum og meðal jafn­aldra,“ seg­ir talsmaður OnePoll í viðtali við Tel­egraph.

Kon­ur slúðra helst um kyn­syst­ur sín­ar, kyn­líf ann­ars fólks eða um vini og kunn­ingja sem hafa fitnað.

Sam­eig­in­legt með slúðri beggja kynj­anna er þörf­in til þess að vera hluti af hópn­um, að sögn tals­manns­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert