Þúsundir mótmæla í London

Mótmælendur í fjármálahverfi Lundúnaborgar í dag.
Mótmælendur í fjármálahverfi Lundúnaborgar í dag. AP

Um fjög­ur þúsund manns eru nú í fjár­mála­hverfi Lund­úna­borg­ar til að mót­mæla efna­hags­ástand­inu og leiðtoga­fundi G20 ríkj­anna sem fram fer í borg­inni á morg­un. Hafa rúður verið brotn­ar í bygg­ingu Royal Bank of Scot­land og til átaka hef­ur komið á milli óeirðalög­reglu og mót­mæl­enda við bygg­ingu Bank of Eng­land. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.

 Ell­efu voru hand­tekn­ir í morg­un eft­ir að þeir voru stöðvaðir í bryn­vörðum bíl hlöðnum lög­reglu­bún­ing­um. Um 5.000 lög­reglu­menn eru nú á vakt í miðborg Lund­úna. 

Hóp­ur mót­mæl­enda hef­ur einnig safn­ast sam­an ann­ars staðar í borg­inni til að mót­mæla lofts­lags­breyt­ing­um af völd­um gróður­húsaloft­teg­unda. Hafa mót­mæli þess hóps farið friðsam­lega fram.

Fjöldi lögreglumanna er á götum borgarinnar
Fjöldi lög­reglu­manna er á göt­um borg­ar­inn­ar AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert