Þúsundir mótmæla í London

Mótmælendur í fjármálahverfi Lundúnaborgar í dag.
Mótmælendur í fjármálahverfi Lundúnaborgar í dag. AP

Um fjögur þúsund manns eru nú í fjármálahverfi Lundúnaborgar til að mótmæla efnahagsástandinu og leiðtogafundi G20 ríkjanna sem fram fer í borginni á morgun. Hafa rúður verið brotnar í byggingu Royal Bank of Scotland og til átaka hefur komið á milli óeirðalögreglu og mótmælenda við byggingu Bank of England. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

 Ellefu voru handteknir í morgun eftir að þeir voru stöðvaðir í brynvörðum bíl hlöðnum lögreglubúningum. Um 5.000 lögreglumenn eru nú á vakt í miðborg Lundúna. 

Hópur mótmælenda hefur einnig safnast saman annars staðar í borginni til að mótmæla loftslagsbreytingum af völdum gróðurhúsalofttegunda. Hafa mótmæli þess hóps farið friðsamlega fram.

Fjöldi lögreglumanna er á götum borgarinnar
Fjöldi lögreglumanna er á götum borgarinnar AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert