Belgar íhuga mótmæli gegn páfa

Reuter

Meirihluti belgíska þingsins samþykkti í kvöld tillögu þar sem belgíska stjórnin er hvött til þess að fordæma óásættanlega afstöðu páfa í tengslum við Afríkuferð hans og mótmæla henni opinberlega.

Benedikt XVI páfi sagði í flugi á leið til Kamerún nú í mars að ekki væri hægt að leysa alnæmisvandann með því að dreifa gúmmíverjum. Það gerði vandann einungis enn verri.

Forsætisráðherra Belgíu, Herman Van Rompuy, hafði fyrir atkvæðagreiðsluna í þinginu í kvöld gefið í skyn að hann myndi styðja tillöguna og fara eftir tilmælum hennar yrði orðið „óásættanleg“ sett í staðinn fyrir orðin „hættuleg og óábyrg“ afstaða. Sagði forsætisráðherrann skoðun sína á gagnsemi notkunar gúmmíverja vera allt aðra en skoðun páfa.

Menntamálaráðherra Frakklands, Xavier Darcos, fordæmdi á sunnudaginn ummæli páfa og sagði þau glæpsamleg. Portúgalski biskupinn Ilídio Leandro hefur lýst því yfir að það sé „siðferðisleg skylda“ alnæmissmitaðra að nota gúmmíverjur við kynlíf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka