Telur samkomulag G20 marka tímamót

00:00
00:00

Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, fagnaði í kvöld sam­komu­lagi leiðtoga tutt­ugu helstu efna­hags­velda heims, G20, á fundi þeirra í London um aðgerðir gegn efna­hagskrepp­unni í heim­in­um. Obama sagði sam­komu­lagið marka tíma­mót í bar­átt­unni gegn krepp­unni.

For­set­inn varaði þó við því að sam­komu­lagið tryggði ekki skjót­an efna­hags­bata.

Fleiri leiðtog­ar létu í ljósi ánægju með sam­komu­lagið. Jafn­vel Nicolas Sar­kozy, for­seti Frakk­lands, sem hafði hótað að ganga af fund­in­um, sagði að ár­ang­ur­inn hefði verið „meiri en við gát­um vænst“.

Hluta­bréfa­vísi­töl­ur í helstu kaup­höll­um heims­ins hækkuðu í dag. Dow Jo­nes-vísi­tal­an í New York hækkaði um 2,79% og Nas­daq um 3,29%. Í kaup­höll­inni í London hækkaði helsta hluta­bréfa­vísi­tal­an um 4,28%, í Par­ís nam hækk­un­in 5,37% og í Frankfurt 6,07.

Á fund­in­um samþykktu leiðtog­arn­ir meðal ann­ars að bregðast við efna­hagskrepp­unni með aðgerðum að and­virði 1.100 millj­arða króna.

Barack Obama á blaðamannafundi í London.
Barack Obama á blaðamanna­fundi í London. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert