Ef menn vilja ekki ganga út úr verslun með minna í buddunni en þegar gengið var inn í verslunina eiga þeir ekki að handleika vörurnar og alls ekki máta flíkurnar eða skóna.
Niðurstöður könnunar sem greint er frá í nýjasta tölublaði neytendablaðsins Journal of Consumer Research sýna að handleiki menn vörur í verslunum eða máti þær séu líkur á því að þeir kaupi það sem þeir ætluðu sér alls ekki að gera.
Meira að segja seljendur á netinu geta haft áhrif á viðskiptavinina með því að láta þá ímynda sér hvernig það er að eiga viðkomandi hlut.
Það voru vísindamenn við háskóla í Chicago í Bandaríkjunum sem stóðu að rannsókninni. Hún var gerð í tilefni viðvörunar yfirvalda þegar kaupmenn hvöttu viðskiptavinina til þess að handleika vörurnar.