McDonalds mótmælir skilti nektardansstaðar

Myndin sem fylgir fréttinni á blt.se
Myndin sem fylgir fréttinni á blt.se

Eig­andi nekt­ar­dansstaðar­ins McDrag­an í Svíþjóð, Drag­an Bratic, get­ur nú átt von á því að ham­borg­ar­aris­inn McDon­alds höfði mál gegn hon­um vegna skilt­is utan við staðinn. Á því er bók­staf­ur­inn M með brjóst­vört­um á.

Tals­menn McDon­alds segja um brot á höf­und­ar­rétti að ræða þar sem bók­staf­ur­inn sé of lík­ur þeirra eig­in vörumerki. „Við vilj­um alla­vega ekki vera tengd­ir við nekt­ar­dansstað,“ seg­ir einn tals­mann­anna, Claes Eli­as­son, í viðtali við AFP frétta­stof­una.

Eli­as­son seg­ir að Drag­an Bratic verði sent bréf þar sem hann er beðinn um að fjar­lægja skiltið. Næstu skref fari eft­ir viðbrögðum Bratics.

Eig­andi nekt­ar­dansstaðar­ins, sem er af júgó­slav­nesk­um upp­runa,  neit­ar því að hafa stælt vörumerki McDon­alds og kveðst hafa fengið hug­mynd að skilt­inu eft­ir að hafa skoðað jap­anskt tíma­rit.

Í viðtali við á sænska frétta­vefn­um blt.se seg­ir Bratic  nafnið McDrag­ans tengj­ast áhuga sín­um á mc, það er mótor­hjól­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka