Mótmæli færast til Strassborgar

00:00
00:00

Lög­regla í Strass­borg í Frakklandi hand­tók í dag um 100 grímu­klædda mót­mæl­end­ur eft­ir að átök brut­ust ut í miðborg­inni. Leiðtoga­fund­ur NATO hefst í Strass­borg í morg­un. Í dag hand­tók lög­regla í Lund­ún­um yfir 100 manns í kjöl­far mót­mælaaðgerða í tengsl­um við leiðtoga­fund G20 ríkj­anna þar. 

Mót­mæl­end­ur í Strass­borg notuðu tréprik til að berja á stræt­is­vagna­skýl­um. Eng­an sakaði í átök­un­um og und­ir kvöld var orðið friðsælt í miðborg­inni.  

Mót­mæl­in í Lund­ún­um í dag þóttu frek­ar friðsam­leg en um 400 manns söfnuðust sam­an í miðborg­inni til að mót­mæla fá­tækt, stríði og fjár­mála­kerfi, sem sagt var hafa brugðist venju­legu fólki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka