Nautaat í hættu vegna kreppunnar

Reuter

Aðdáendur nautaats í borginni Manzanares el Real á Spáni eru æfir yfir þeirri yfirlýsingu borgaryfirvalda að þau hafi ekki efni á að halda fyrirhugaða nautaatshátíð.

Haldin var atkvæðagreiðsla meðal borgarbúa um hátíðina og voru 52 prósent þeirrar skoðunar að aflýsa ætti hátíðinni. Alls vildu 35 prósent að hún yrði haldin en 13 prósent sögðu að halda ætti hátíðina með minna sniði en venjulega.

Aðeins tóku 22 prósent borgarbúa þátt í atkvæðagreiðslunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka