Bresku góðgerðarsamtökin End Child Poverty hafa kallað eftir því að bresk stjórnvöld grípi til aðgerða til að draga úr fátækt. Reuters-fréttastofan greinir frá því að eitt af hverjum þremur börnum í Bretlandi sé fátækt, þ.e. fjölskyldur þeirra dragi fram lífið undir svokölluðum fátækramörkum.
Milljónir breskra barna búa því við erfiðar aðstæður. Hlýr fatnaður, holl og næringarrík fæða og hlýtt heimili er eitthvað sem mörg börn þurfa að lifa án eða skortir tilfinnanlega.
Þeir sem þurfa að komast af með minna en 300 dali á viku eru sagðir lifa undir fátækramörkum.
Samtökin End Child Poverty hvetja bresk stjórnvöld til þess að verja um 4 milljörðum dala til að aðstoða fjölskyldur sem eru með lágar tekjur.