300 handteknir í Strassborg

Logandi götuvígi í Strassborg í gærkvöldi.
Logandi götuvígi í Strassborg í gærkvöldi. Reuters

Lögregla í Strassborg í Frakklandi handtók í gær 300 mótmælendur, sem söfnuðust saman í miðborginni vegna leiðtogafundar NATO, sem hefst í borginni í dag. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu. Tugir þúsunda  eru komnir til borgarinnar til að taka þátt í mótmælaaðgerðum.

Frakkland hefur tekið upp tímabundna landamæravörslu á svæðinu vegna fundarins, sem fer fram bæði í Strassborg og Kehl, sem er Þýskalandsmegin við landamærin.

Alls voru 107 enn í haldi lögreglunnar í morgun. Mótmælendur eyðilögðu símaklefa og reyndu að reisa götuvígi í gærkvöldi að sögn lögreglu.

Rólegt var í Strassborg í morgun og götur nánast auðar enda er bílaumferð bönnuð í hluta hennar vegna leiðtogafundarins. Skólar eru lokaðir eins og flest fyrritæki og veitingastaðir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert