Obama: Bandaríkin þurfa aðstoð í baráttunni við hryðjuverk

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði Frakka og Evrópu í Strassborg …
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði Frakka og Evrópu í Strassborg í dag. Reuters

Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Evrópubúar skuli ekki að búast við því að Bandaríkin ein og sér muni axla ábyrgð á stríðinu gegn alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi, sem eigi upptök sín í Afganistan.

Obama, sem kynnti nýverið nýja hernaðaráætlun Bandaríkjanna í Afganistan, kallaði eftir því að Evrópuríki leggi meira af mörkum í stríðinu við hryðjuverk. Á morgun verða 60 ár liðin frá stofnun Atlantshafsbandalagsins og má búast við miklum og heitum umræðum um átökin á leiðtogaráðstefnu, sem er haldin af þessu tilefni.

„Hernaðarþættir munu tengjast þessu og Evrópa á ekki einfaldlega að búast við því að Bandaríkin ein muni axla þessa ábyrgð,“ sagði Obama í Strassborg í dag. „Við ættum ekki að gera það þar sem þetta er sameiginlegt vandamál. Samvinna er nauðsynleg.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert