Sváfu í skolplögnunum

Ábendingar bárust um að börn og hópar heimilislausra byggju við …
Ábendingar bárust um að börn og hópar heimilislausra byggju við slæmar aðstæður í nágrenni járbrautastöðvanna. Reuters

Ítalska lögreglan hefur fundið rúmlega hundrað innflytjendur, þarf af 24 afgönsk börn, sem búið höfðu sér heimili í skolpkerfinu undir járnbrautarstöðvum Rómarborgar.

Börnin voru á aldrinum 10-15 ára og eru nú komin í hendur félagsmálayfirvalda í borginni. Fólkið fannst, að sögn BBC, eftir að lögreglan rannsakaði ábendingar um að börn og hópar heimilislausra innflytjenda virtust búa við óheilsusamlegar aðstæður í nágrenni við þrjár stærstu járnbrautastöðvar Rómar.

Krakkarnir, sem ekki tala ítölsku, komust inn í klóakkerfið með því að fjarlægja lok á ræsisbrunnum. Sváfu mörg þeirra í skolplögnum undir járnbrautastöðvunum til að skýla sér fyrir kuldanum. Virðast afgönsku börnin hafa laumað sér yfir landamærin til Ítalíu með flutningabílum frá Tyrklandi og Grikklandi.  

Að sögn Ítalíudeildar líknarfélagsins Save the Children koma rúmlega 1.000 börn ein síns liðs til Rómar ár hvert frá ýmsum ríkjum Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. En fjölda barna í hópi ólöglegra innflytjenda hefur fjölgað mikið á Ítalíu á síðustu árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert