Sváfu í skolplögnunum

Ábendingar bárust um að börn og hópar heimilislausra byggju við …
Ábendingar bárust um að börn og hópar heimilislausra byggju við slæmar aðstæður í nágrenni járbrautastöðvanna. Reuters

Ítalska lög­regl­an hef­ur fundið rúm­lega hundrað inn­flytj­end­ur, þarf af 24 af­gönsk börn, sem búið höfðu sér heim­ili í skolp­kerf­inu und­ir járn­braut­ar­stöðvum Róm­ar­borg­ar.

Börn­in voru á aldr­in­um 10-15 ára og eru nú kom­in í hend­ur fé­lags­mála­yf­ir­valda í borg­inni. Fólkið fannst, að sögn BBC, eft­ir að lög­regl­an rann­sakaði ábend­ing­ar um að börn og hóp­ar heim­il­is­lausra inn­flytj­enda virt­ust búa við óheilsu­sam­leg­ar aðstæður í ná­grenni við þrjár stærstu járn­brauta­stöðvar Róm­ar.

Krakk­arn­ir, sem ekki tala ít­ölsku, komust inn í klóak­k­erfið með því að fjar­lægja lok á ræsis­brunn­um. Sváfu mörg þeirra í skol­p­lögn­um und­ir járn­brauta­stöðvun­um til að skýla sér fyr­ir kuld­an­um. Virðast af­gönsku börn­in hafa laumað sér yfir landa­mær­in til Ítal­íu með flutn­inga­bíl­um frá Tyrklandi og Grikklandi.  

Að sögn Ítal­íu­deild­ar líkn­ar­fé­lags­ins Save the Children koma rúm­lega 1.000 börn ein síns liðs til Róm­ar ár hvert frá ýms­um ríkj­um Asíu, Afr­íku og Suður-Am­er­íku. En fjölda barna í hópi ólög­legra inn­flytj­enda hef­ur fjölgað mikið á Ítal­íu á síðustu árum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert