Fogh: Þurfum að finna jafnvægi

Anders Fogh Rasmussen, fyrrum forsætisráðherra Danmerkur, með Moratinos utanríkisráðherra Spánar …
Anders Fogh Rasmussen, fyrrum forsætisráðherra Danmerkur, með Moratinos utanríkisráðherra Spánar og Halonen forseta Finnlands í Istanbul í morgun. Reuters

Anders Fogh Rasmussen, fyrrum forsætisráðherra Danmerkur og verðandi framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins sagði á ráðstefnu um alþjóðasamskipti í Istanbul í Tyrklandi í dag, að þurfi jafnvægi á milli sjónarmiða múlsíma og Vesturlandabúa. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Ræðu hans hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu þar sem getum hafði verið leitt að því í tyrkneskum fjölmiðlum að hann myndi  nota ræðuna til að biðja múslíma afsökunar á Múhameðsteikningunum sem birtar voru í Jyllands-Posten.

„Afstaða mín var skýr fyrir krísuna, á meðan á henni stóð og eftir hana. Ég fordæmi allar aðgerðir sem gera lítið úr fólki á grundvelli uppruna eða trúarbragða. Ég virði íslam sem ein stærstu trúarbrögð heims og trúartákn þeirra. Ég virði trúarskoðanir annarra og sjálfur myndi ég aldrei teikna trúarlegar persónur, þar með talinn Múhameð spámann, á særandi hátt,” sagði hann.

Síðar í ræðunni varaði hann við ritskoðun og sagði hana ógn við skilning á illi menningarheima.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka