Mannskæður jarðskjálfti á Ítalíu

Maður leitar ættingja sinna í Aquila á Ítalíu í morgun.
Maður leitar ættingja sinna í Aquila á Ítalíu í morgun. Reuters

Að minnsta kosti tuttugu manns létu lífið er snarpur jarðskjálfti reið yfir miðhluta Ítalíu í nótt. Þrjátíu er enn saknað, þeirra á meðal tíu Ísraela, en fimm börn eru á meðal hinna látnu. Þetta kemur fram á fréttavefjum BBC og Ha’aretz. 

Skjálftinn mældist 6,3 á Richter og voru upptök hans skammt frá bænum L'Aquila, sem er í um 95km fjarlægð frá Róm. Talið er að á milli þrjú og tíu þúsund byggingar í bænum hafi skemmst í skjálftanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert