Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, ítrekaði stuðning bandarískra stjórnvalda við inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið er hann flutti ávarp á tyrkneska þinginu í dag. Segir hann að innganga Tyrklands muni styrkja Evrópusambandið.
Segir Obama að bandarísk stjórnvöld styði dyggilega við bakið á Tyrkjum varðandi aðildarumsókn þeirra að ESB. Segir hann tengsl Tyrklands við Evrópu vera víðtækari heldur en brú yfir Hellusund.