Breska fjárlaganefndin gagnrýnir þau fyrirtæki sem veittu viðskiptavinum íslensku bankanna þriggja ráðgjöf harðlega í nýjustu skýrslu sinni. Þar kemur meðal annars fram að ráðgjafafyrirtækin hefðu átt að upplýsa betur um breytingar á stöðu bankanna áður en þeir féllu í byrjun október.
Á heimasíðu IFA, þar sem málefni fjármálaráðgjafa eru til umfjöllunar, kemur fram að fjárlaganefndin „ráðist á“ fjármálaráðgjafa í skýrslu sinni. Sérstaklega er vitnað til þess í skýrslunni að umfjallanir fjölmiðla í Bretlandi, þar sem málefni íslensku bankanna voru til umfjöllunar, hafi gefið nægt til efni til þess að endurskoða fyrri ráðgjöf.
Opinberar stofnanir í Bretlandi voru meðal þeirra sem treystu á ráðgjöf vegna viðskipta sinna við íslensku bankanna. Þar á meðal var lögreglan, þar sem Brian Johnson, borgarstjóri í London, er formaður í stjórn. Skattgreiðendur í Bretlandi eiga því mikilla hagsmuna að gæta vegna mögulegs taps á innstæðum í íslenskum bönkum sem störfum í Bretlandi.