Sjóræningjar réðust á fimm skip

Sjóræningjar við strendur Sómalíu
Sjóræningjar við strendur Sómalíu REUTERS

Sjóræningjar hafa náð fimm skipum á sitt vald úti fyrir ströndum Sómalíu frá því á föstudag. Um er að ræða flutningaskip í breskri og þýskri  eigu, fiskiskip frá Taívan, franska skútu og smáskip frá Jemen. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.  

Breska flutningaskipinu Malaspina Castle, sem er 32.000 tonn og hlaðið járnfarmi, var rænt í morgun. Það er skráð á Panama og í 24 manna áhöfn þess eru Búlgarar, Filippseyingar, Rússar og Úkraínumenn. Þýska skipið þýska flutningaskipið Hansa Stavanger er hins vegar 20.000 tonna skip. 

29 manna áhöfn er um borð í taívanska skipinu og fjórir eru um borð í frönsku skútunni. 

Herskip frá nokkrum ríkjum eru úti fyrir ströndum Sómalíu til að reyna að koma í veg fyrir sjórán en sjóræningjar eru sagðir hafa brugðist við því með því að herja á skip lengra frá landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert