Björgunarmenn hafa bjargað um 100 manns úr rústum húsa sem hrundu í jarðskjálftanum á Ítalíu í nótt. Tala yfir látna er nú komin 179 en talið er a.m.k. 1.500 hafi slasast, sumir hverjir alvarlega, samkvæmt frá AFP-fréttastofunnar.
Yfirvöld á Ítalíu áætla að allt að 70.000 hafi misst heimili sín í skjálftanum sem mældist um 6,3 stig á Richterskvarða. Um 10.000 hús hrundu eða skemmdust.
Margir íbúa hamfarasvæðisins hírast nú í tjöldum sem reist voru á íþróttavöllum.