Tugir látnir á Ítalíu

Herlögreglumaður gengur fram hjá húsarústum í miðbæ L'Aquila.
Herlögreglumaður gengur fram hjá húsarústum í miðbæ L'Aquila. Reuters

Að minnsta kosti 27 eru látnir eftir harðan jarðskjálfta, sem reið yfir Abruzzohérað á Ítalíu í nótt. Margir eru taldir grafnir undir húsarústum á svæðinu. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, aflýsti fyrirhugaðri ferð til Moskvu í dag og hefur lýst yfir neyðarástandi á jarðskjálftasvæðinu.

Verst er ástandið í bænum L'Aquila, þar sem 60 þúsund manns búa. Þar hrundu mörg hús og mikil skelfing greip um sig þegar skjálftinn reið yfir. Hundruð manna bíða enn utan við aðalsjúkrahús borgarinnar og læknar hafa sett upp bráðabirgðaaðstöðu utan dyra. Þá hafa slasaðir verið fluttir með þyrlum til annarra borga.

Skjálftinn reið yfir klukkan 3:30 í nótt að ítölskum tíma og stóð yfir í 20-30 sekúndur.  Hann mældist 5,8 stig á Richter.

Margar þjóðir hafa þegar boðið Ítölum aðstoð sína, þar á meðal Frakkland, Grikkland, Þýskaland, Ísrael og Rússland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka