207 látnir á Ítalíu

Reuters

Alls eru 207 látn­ir eft­ir jarðskjálft­ann sem reið yfir Ítal­íu aðfar­arnótt mánu­dags, 15 er enn saknað og 178 eru slasaðir, að sögn Sil­vio Berlusconi, for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu. Af þeim sem eru slasaðir eru 100 mjög al­var­lega slasaðir að sögn Berlusconi en hann hélt blaðamanna­fund fyr­ir skömmu í bæn­um L'Aquila.

All­ar kirkj­ur á skjálfta­svæðinu er skemmd­ar og hef­ur verið ákveðið að mess­ur á pásk­um í héraðinu verði haldn­ar í tjöld­um sem komið hef­ur verið upp fyr­ir þá sem misstu heim­ili sín.

Þeir sem lét­ust í jarðskjálft­an­um verða vænt­an­lega jarðsungn­ir frá fimmtu­degi, það er skír­dag, fram á páska­dag.

Tjaldbúðir í L'Aquila
Tjald­búðir í L'Aquila Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert