Alls eru 207 látnir eftir jarðskjálftann sem reið yfir Ítalíu aðfararnótt mánudags, 15 er enn saknað og 178 eru slasaðir, að sögn Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu. Af þeim sem eru slasaðir eru 100 mjög alvarlega slasaðir að sögn Berlusconi en hann hélt blaðamannafund fyrir skömmu í bænum L'Aquila.
Allar kirkjur á skjálftasvæðinu er skemmdar og hefur verið ákveðið að messur á páskum í héraðinu verði haldnar í tjöldum sem komið hefur verið upp fyrir þá sem misstu heimili sín.
Þeir sem létust í jarðskjálftanum verða væntanlega jarðsungnir frá fimmtudegi, það er skírdag, fram á páskadag.