Áfram leitað í húsarústum

Fólk bíður í röð eftir matvælum í tjaldborg, sem reist …
Fólk bíður í röð eftir matvælum í tjaldborg, sem reist hefur verið fyrir fólk á jarðskjálftasvæðinu. Reuters

Björgunarmenn leita enn í rústum húsa á jarðskjálftasvæðinu í Abruzzuhéraði á Ítalíu.  179 hafa fundist látnir en enn er 34 saknað, flestra í borginni L'Aquila. Um 100 manns hafa fundist á lífi í húsarústum og í nótt var m.a. tveimur námsmönnum bjargað úr rústum stúdentagarðs í borginni.

Aðstæður við leit voru afar erfiðar í nótt. Kalt var í veðri og rigning og einnig riðu eftirskjálftar yfir. Sá öflugasti mældist 4,8 stig á Richter en stóri skjálftinn í fyrrinótt mælidst 6,2 stig. Tvisvar í nótt þurftu björgunarmenn að gera hlé á vinnu sinni vegna jarðskjálfta.

Tveimur konum, 21 árs og 22 ára gömlum, var bjargað úr rústum stúdentagarðs í nótt en nokkurra námsmanna, sem þar bjuggu, er enn saknað.

Í útjarðri borgarinnar hafa verið reistar tjaldborgir á knattspyrnuvöllum og almenningsgörðum. Lögregla hefur í nótt staðið vörð um yfirgefin hús til að hindra gripdeildir.

Bæði nýjar og aldagamlar byggingar hrundu í L'Aquila þegar skjálftinn reið yfir í fyrrinótt. Meðal bygginga, sem eyðilögðust voru kirkjur og hallir frá miðöldum.

Björgunarmenn ylja sér við eld í nótt í þorpinu Onna.
Björgunarmenn ylja sér við eld í nótt í þorpinu Onna. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert