Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur ákveðið að veita aukalega 17 milljörðum sænskra króna, 257 milljörðum íslenskra króna, til sveitarfélaga. Á að verja fénu til velferðarmála vegna efnahagskreppunnar. Talið er að á næsta ári verði ríflega hálf milljón Svía án atvinnu og að atvinnuleysið aukist úr 6,1% á síðasta ári í 11% á því næsta.
Í grein sem leiðtogar stjórnarflokkanna rita í Dagens Nyheter í dag kemur fram að eitt helsta mál stjórnvalda á næstu árum sé að verja sænska velferðarkerfið. „Því miður sjáum við að kreppan ber að dyrum velferðarkerfisins," skrifa þau Fredrik Reinfeldt, Maud Olofsson, Jan Björklund og Göran Hägglund í greininni.