260 látnir á Ítalíu

Silvio Berlusconi heimsótti tjaldbúa í bænum San Demetrio
Silvio Berlusconi heimsótti tjaldbúa í bænum San Demetrio Reuters

Alls hafa 260 fundist látnir eftir jarðskjálftann sem reið yfir Ítalíu aðfararnótt mánudags, að sögn Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins. Þar af létust sextán börn í skjálftanum. Ekki hefur tekist að bera kennsl á níu þeirra sem hafa fundist látnir í rústunum. Berlusconi sagði á fundi með fréttamönnum í dag að opinber útför verði haldin í L'Aquila á föstudaginn langa.

Björgunarsveitir hafa sett upp 31 tjaldbúð á skjálftasvæðinu í Abruzzo-héraði. Alls dvelja 17.772 íbúar Abruzzo í tjaldbúðunum í kringum borgina L'Aquila.

Berlusconi sagði er hann heimsótti skjálftasvæðið í dag að hann ætli að leggja fram frumvarp til laga þar sem hörð viðurlög eru sett fyrir rupli og ránum á hamfarasvæðinu en einhverjir hafa verið handteknir er þeir reyndu að ræna yfirgefin heimili í L'Aquila.

Íbúar í tjaldbúðum í Paganica
Íbúar í tjaldbúðum í Paganica Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert