Sómalískir sjóræningjar hafa rænt 17.000 tonna gámaflutningaskipi sem er í danskri eigu. Tuttugu og einn eru í áhöfn skipsins, en hún er bandarísk. Sjóræningjarnir réðust á skipið á Indlandshafi um 645 km austur af Mogadishu, höfuðborg Sómalíu.
Að sögn Siglingaöryggisstofnun Evrópu er áhöfn Maersk Alabama heil á húfi, en sérsveit á vegum ESB er á svæðinu við eftirlitsstörf.
Þetta er sjötta skipið sem sjóræningjarnir taka á nokkrum dögum. Ræningjarnir hafa einnig tekið breskt og taívanskt skip í þessari viku.
Þeim tókst að ræna 15 skipum í mars sem er mikil aukning frá janúar og febrúar, en þá tókst þeim „aðeins“ að ræna tveimur skipum í hvorum mánuði.